Námsráðgjafi

Náms- og starfsráðgjöf
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum, bæði þau er varða námið og eins í persónulegum málum. Náms- og starfsráðgjafi í Lindaskóla er Þórhalla Gunnarsdóttir.
Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru eftirfarandi:

  • Veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf.
  • Leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.
  • Veita nemendum ráðgjöf í einkamálum, þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi sínu.
  • Taka þátt í að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skólanum.
  • Undirbúa nemendur undir flutning milli skólastiga.
  • Aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf.
  • Sinna fyrirbyggjandi starfi, t.d. vörnum gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við starfsmenn skóla og aðra s.s. starfsmenn skólaskrifstofu og félagsmiðstöðva.

Náms- og starfsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við foreldra eftir því sem vill. Einnig hefur hann samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan eða utan skólans, s.s. sérkennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðing og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á. Náms- og starfsráðgjafi skal gæta þagmælsku varðandi málefni skjólstæðinga sinna.