16.11.2018 Dagur íslenskrar tungu

Haustið 1995 ákvað ríkisstjórn Íslands að 16. nóvember sem er fæðingingardagur Jónasar Hallgrímssonar yrði dagur íslenskrar tungu.

Dagurinn var haldinn hátíðlegur  í Lindaskóla í dag fyrir alla nemendur skólans. Nemendur úr 5. GS  lásu ljóð eftir Kristján Hreinsson en þessir nemendur tóku þátt í Litlu upplestrarkeppninni á síðasta skólaári. Einnig las Sana Salah Karim  í 10. AB ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Upplesturinn gekk mjög vel og lásu nemendurnir hátt og skýrt fyrir um 540 nemendur og starfsmenn skólans. Athöfninni lauk með því að allir sungu saman lag undir stjórn Ívars Sigurbjörnssonar tónmenntakennara.
Hér eru myndir...


13.11.2018   Laufabrauđsbakstur foreldrafélagsins

Hinn árlegi laufabrauđs steikingardagur foreldrafélags Lindaskóla og fjáröflunarnefndar 10. bekkjar verđur haldinn laugardaginn 17. nóv.

Dagskráin mun standa frá kl.10 til kl.14.
Í bođi verđur hinn hefđbundni laufabrauđsskurđur og steiking.

Laufabrauđskökur verđa ekki seldar á stađnum, hver um sig kemur međ sínar kökur. Foreldrar úr foreldrafélaginu og fjáröflunarnefndinni munu sjá um steikingu laufabrauđsins ađ skurđi loknum. Taka ţarf međ skurđarbretti, box undir laufabrauđiđ og vasahnífa eđa laufabrauđsjárn.  Nemendur 10. bekkjar munu reka glćsilega sjoppu ţar sem ýmislegt girnilegt verđur á bođstólnum.
ATH!   Allir eru beđnir um ađ koma međ peninga ţar sem posar verđa ekki á stađnum.
Vonumst til ađ sjá sem flesta, unga sem aldna og eiga saman notalega stund viđ notalega tóna og góđan félagsskap.


Kveđja frá stjórn foreldrafélags Lindaskóla og fjáröflunarnefnd.


13.11.2018    Fulltrúaráđsfundur SAMKÓP
verđur miđvikudaginn 21. nóvember kl. 20:00 í Lindaskóla. 

Margrét Lilja Guđmundsdóttir frá Rannsókn og greiningu, mun heimsćkja okkur  og rćđa "Íslenska módeliđ ", fara yfir síđustu niđurstöđur mćlinga og fjalla um mikilvćgi ađkomu m.a.  foreldra í forvarnarnarstarfinu.

"Ţegar unniđ var ađ ţróun Íslenska módelsins var byggt bćđi á alţjóđlegum rannsóknum sem og rannsóknum R&G. Útkoman var samfélagsmiđuđ (e. community-based) nálgun ţar sem lögđ var áhersla á ađ ná til og virkja hlutađeigandi ađila í nćrumhverfi barna. Í ţví felst ađ nćrsamfélagiđ er virkjađ og leitast viđ ađ auka líkur á ađ ungmenni nýti tíma sinn á jákvćđan, uppbyggjandi hátt. Ţetta er t.a.m. gert međ ţví ađ styrkja stuđningshlutverk foreldra og skóla og fjölga tćkifćrum ungmenna til ţess ađ stunda skipulagt tómstundastarf. Módeliđ gengur út frá ţví ađ unniđ sé međ hvern landshluta, sveitarfélag, hverfi eđa jafnvel skóla."  

Ađ ţví loknu munum viđ skella okkur í "World café" samrćđur ţar sem viđ munum velta fyrir okkur međ hvađa hćtti viđ foreldrar getum bćtt um betur í annars öflugu frístundar og forvarnarstafi í Kópavogi.
Viđ hvetjum ykkur öll; formenn, stjórnir og skólaráđsfulltrúa til ţess ađ mćta og eiga međ okkur ánćgjulegan og gagnlegan fund.

Fyrir hönd SAMKÓP, Ţorvar Hafsteinsson


08.11.2018   Starfsáćtlun Lindaskóla skólaáriđ 2018-2019 er komin inn á síđuna.  Fariđ í Handbók/Starfiđ í Lindaskóla


07.11.2018   Vináttudagur 8. nóvember

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Í Lindaskóla ætla nemendur að vinna ýmis vináttuverkefni í tilefni dagsins og fara í vinagöngur. Unnið verður sérstaklega með hluta af gildum skólans, vináttu og virðingu.

Nemendur í 10. bekkja heimsækja leikskólana Dal og Núp þar sem þeir þeir hitta elstu börnin í leikskólunum og vinna ýmis vináttuverkefni saman. Að lokinni samverustund á útikennslusvæðinu á Dal verður gengið saman að Lindaskóla.

Nemendur í 1.-9. bekk vinna saman á milli árganga samkvæmt eftirfarandi skipulagi; 1. 3.og 6. bekkur, 2.og 7. bekkur, 4. og 9. bekkur og 5. og 8. bekkur.
Hér má sjá nánar dagskrána.


07.11.2018    Brćđrabikarinn

Fulltrúar frá UMSK afhentu Lindaskóla Brćđrabikarinn fyrir skólahlaup UMSK. Bikarinn er veittur ţeim skóla sem á hlutfallslega flesta keppendur. Hlaupiđ sem er fyrir nemendur í 4. – 7. bekk var haldiđ á Kópavogsvelli ţann 4. október en í ár var ţađ í fyrsta skipti haldiđ í tvennu lagi vegna fjölda ţátttakenda.

Nemendur Lindaskóla stóđu sig frábćrlega vel og lentu margir ţeirra í verđlaunasćtum eins og sést í frétt á heimasíđu UMSK;

Eiríkur Örn Beck í 7. GE tók á móti bikarnum fyrir hönd Lindaskóla en hann gerđi skólamet í 800 metra hlaupinu. Á međfylgjandi mynd er Eiríkur ásamt Valdimari Leó Friđrikssyni framkvćmdarstjóra UMSK og Maríu Málfríđi Guđnadóttur íţróttakennara sem hélt utan um hlaupiđ í Lindaskóla. Hér er hægt að skoða myndir

Til hamingju Lindaskóli!  


Skipulag foreldrarölts haustönn

Dagsetning

Hver röltir

16.nóv

10.AB

23.nóv

7.GE

30.nóv

5. GS

7.des

9.LA

14.des

Stjórnin


 

 

 


 

 

 

 


Lindaskóli
www.lindaskoli.is
Núpalind 7 - 201 Kópavogur - Sími: 441-3000