17.01.2019  Heimanámsaðstoð í Lindasafni

Hjá Bókasafni Kópavogs, aðalsafni og Lindasafni, er nemendum boðið upp á aðstoð við heimanám. Í safninu okkar í Lindaskóla er aðstoðin í boði alla miðvikudaga kl. 14:30-16:30. Sjá nánar hér.

 

14.01.2019   Snjórinn og skólalóđin

Nú er snjórinn kominn eftir nćr snjólausan vetur. Snjórinn kćtir örugglega marga. Ţađ er hins vegar mikilvćgt ađ nemendur fari mjög varlega til ađ ekki verđi slys.

Á skólalóđ skólans gilda ákveđnar reglur varđandi leiktćki. Snjóţotur, sleđar og stórar rassaţotur eru ekki leyfđar á skólalóđinni á starfstíma hans.  Ástćđurnar eru eftirfarandi:

ˇ    Ákveđin slysahćtta skapast í frímínútum af ţessu leiktćkjum ţar sem mikill fjöldi nemenda kemur saman á skólalóđinni.

ˇ    Ekki er ađstađa né pláss í skólanum til ađ geyma ţessi leiktćki.

Hins vegar eru minnstu rassaţoturnar hćttu- og fyrirferđaminni og mega nemendur koma međ ţćr í skólann. 

Nemendur er beđnir um ađ geyma sleđa,  snjóţotur og stórar rassaţotur heima. Bjóđum ekki hćttunni heim.


Myndir frá menningardögunum

Í eftirfarandi myndamöppum má sjá nokkrar myndir frá vel heppnuðum menningardögum í desember:


Myndlistarsýning í Lindaskóla

Á menningardögunum var yfirgripsmikil myndlistarsýning sem vakti mikla athygli gesta.

Þeir sem sýndu verk að þessu sinni voru Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður og myndskreytir, www.dinamit.is/ og listahópurinn ,,Brennuvargarnir“. Í listahópnum eru leirlistamennirnir Bjarnheiður Jóhannsdóttir, Guðbjörg Björnsdóttir, Hólmfríður Arngrímsdóttir, Hrönn Waltersdóttir, Ingibjörg Klemenzdóttir, Katrín V. Karlsdóttir, Ólöf Sæmundsdóttir, Steinunn Aldís Helgadóttir og Þórdís Sigfúsdóttir.

Gunnar vinnur verk með blandaðri tækni og á sýningunni voru verk unnin með olíu og akrýl á pappa og striga.  Leirlistahópurinn sýndi handmótuð og rennd leirverk, sem eru ýmist rakúbrennd eða brennd með annarri frumstæðri aðferð.


12.12.2018    TUFF kynning í Lindaskóla

Í morgun komu fulltrúar TUFF-Íslands, Kópavogsbæjar og íþróttafélaganna Gerplu, HK og Tennisfélags Kópavogs og kynntu TUFF verkefnið fyrir nemendum í Lindaskóla.

Verkefnið gengur út á að auka þátttöku allra barna á grunnskólaaldri í íþróttum og í boði eru æfingar frítt í 3 mánuði fyrir þá sem ekki eru að æfa neina íþrótt. Sérstaklega er litið til þess að tryggja að börn af erlendum uppruna sem nýflutt eru í samfélagið verði virkir þátttakendur. Í gegnum tómstundir og íþróttir er markvisst unnið að því að styrkja sjálfsmynd barna og ungmenna og kenna viðurkennd gildi íslensks samfélags, grunnréttindi og skyldur.
Hér eru myndir frá kynningunni...


Hér eru upplýsingar um hvaða íþróttafélög taka þátt í verkefninu og best er að snúa sér til þeirra til að skrá sig.
Lindaskóli
www.lindaskoli.is
Núpalind 7 - 201 Kópavogur - Sími: 441-3000