12.12.2018 TUFF kynning í Lindaskóla

Í morgun komu fulltrúar TUFF-Íslands, Kópavogsbæjar og íþróttafélaganna Gerplu, HK og Tennisfélags Kópavogs og kynntu TUFF verkefnið fyrir nemendum í Lindaskóla.

Verkefnið gengur út á að auka þátttöku allra barna á grunnskólaaldri í íþróttum og í boði eru æfingar frítt í 3 mánuði fyrir þá sem ekki eru að æfa neina íþrótt. Sérstaklega er litið til þess að tryggja að börn af erlendum uppruna sem nýflutt eru í samfélagið verði virkir þátttakendur. Í gegnum tómstundir og íþróttir er markvisst unnið að því að styrkja sjálfsmynd barna og ungmenna og kenna viðurkennd gildi íslensks samfélags, grunnréttindi og skyldur.
Hér eru mydir frá kynningunni...


Hér eru upplýsingar um hvaða íþróttafélög taka þátt í verkefninu og best er að snúa sér til þeirra til að skrá sig.


07.12.2018  Menningardagar 14.-20. desember 

Hinir árlegu menningardagar Lindaskóla verđa settir föstudaginn 14. desember međ ávarpi skólastjóra og opnun listsýninga. Ađ ţessu sinni sýnir listhópurinn ,,Brennuvargarnir“ leirlistaverk en í hópnum er m.a. Guđbjörg Björnsdóttir kennari og leirlistamađur. Gunnar Júlíusson, grafískur hönnuđur og myndskreytir, sýnir málverk, teikningar og myndir á segldúkum.       

Á yngra stigi verđur kaffihús í heimilisfrćđistofu. Á kaffihúsinu fá nemendur kakó og nemendur 7. bekkja lesa upp jólasögur fyrir skólafélaga sína. Bjarni Fritzson rithöfundur les upp úr bók sinni ,,Orri óstöđvandi“  fyrir nemendur í 2. – 7. bekk og starfsmađur les upp úr bókinni ,,Litla lundapysjan“ fyrir nemendur í 1. bekk. Einnig fer yngra stigiđ í menningarferđ í Lindakirkju.

Á eldra stigi verđa ýmsir menningartengdir viđburđir á dagskrá s.s. ferđir í Náttúrufrćđistofu Kópavogs, Ţjóđleikhúsiđ, Safnahúsiđ, Kópavogskirkju og heimsókn í miđbć Reykjavíkur. Í miđbćnum taka nemendur ţátt í leiknum ,,Vćttirnar í 101“.  Einnig verđa ýmsir dagskrárliđir í skólanum s.s. fjármálafrćđsla, frćđsla frá Ţorgrími Ţráinssyni; ,,Vertu ástfanginn af lífinu“, fótbolta- og brennómót og ýmsar listasmiđjur.

Ađrir viđburđir eru stóra jólasamstund, stofu- og jólaböll. 

Foreldrar eru hvattir til ađ koma í Lindaskóla á menningardögunum og skođa sýningarnar í miđrými skólans á 2. hćđ. Hún verđur opin daglega frá kl. 8:00-16:00 fram ađ hádegi miđvikudaginn 19. desember.

Hér má sjá dagskrá menningardaganna: 1.-7. bekkir og 8.-10. bekkir.


07.12.2018 Jólahurðir í Lindaskóla
Á skreytingardaginn þann 30. nóvember voru hurðirnar í skólanum skreyttar.

Hér á meðfylgjandi
myndum má sjá listaverkin... 30.11.2018  Jólaskreytingardagur

Í dag, 30. nóvember, var jólaskreytingardagur í Lindaskóla. Skólastarf var brotiđ upp og nemendur og starfsmenn settu skólann í jólabúning. Ýmislegt var föndrađ í stofum, flestar hurđir í skólanum voru skreyttar og sett upp jólatré og jólaljós. Síđan bauđ skólinn öllum upp á jólakakó og smákökur í mötuneyti skólans en starfsmenn ţar bökuđu kökurnar og löguđu kakóiđ. Yndislegur og vel heppnađur dagur í alla stađi ţar sem gleđin sveif yfir vötnum.

Međfylgjandi myndir eru frá deginum en tekiđ skal fram ađ hurđaskreytingar eru ekki allar tilbúnar og verđa ţví nýjar myndir settar af hurđunum fljótlega hér inn á heimasíđuna.


Skipulag foreldrarölts á haustönn

Dagsetning

Hver röltir

14.des

Stjórnin


 

 

 


 

 

 

 


Lindaskóli
www.lindaskoli.is
Núpalind 7 - 201 Kópavogur - Sími: 441-3000