15.06.2018

Skrifstofa skólans er lokuð vegna sumarleyfa
frá 18. júní til 7. ágúst.


15.06.2018  Skólaslit og vorhátíð

Skólaslit Lindaskóla fram í íþróttahúsi Lindaskóla þriðjudaginn 5. júní. Guðrún G. Halldórsdóttir skólastjóri flutti tölu og kór skólans undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttir söng nokkur lög. Á skólaslitunum afhenti María Guðnadóttir íþróttakennari fulltrúa Félags krabbameinsveikra barna áheit sem söfnuðust í Lindaskólasprettinum. Að lokum sungu allir saman lagið ,,Lífið er yndislegt“ undir stjórn Ívars Sigurberssonar tónmenntakennara. Eftir skólaslitin stóð Foreldrafélag Lindaskóla fyrir sinni árlegu vorhátíð að loknum skólaslitunum. Við þökkum foreldrum fyrir frábæra vorhátíð. Það er mikils virði fyrir skólann að eiga svona öfluga foreldra. Hér eru myndir frá skólaslitum og vorhátíðinni.


15.06.2018  Útskrift

Útskrift 10. bekkjar var haldin hátíðleg mánudaginn 4. júní í matsal skólans. Salurinn var í hátíðarbúningi. Nemendur og foreldrar mættu spariklæddir á útskriftina sem og kennarar skólans. Athöfnin hófst á ávarpi Guðrúnar G. Halldórsdóttur, skólastjóra og í kjölfarið kom að stóru stundinni þar sem Margrét Ármann deildarstjóri og Hilmar Björgvinsson aðstoðarskólastjóri afhentu einkunnir sem og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Tveir útskriftarnemendur spiluðu fyrir gesti. Clara Yushan Sigurðardóttir spilaði á klarinett og Lára Pálsdóttir söng og spilaði á gítar. Páll Liljar Guðmundsson talaði fyrir hönd foreldra. Að lokum gæddu allir sér á girnilegu hlaðborði sem foreldrar útskriftarnema sáu um. Starfsfólk Lindaskóla óskar útskriftarnemum til hamingju með daginn og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni. Hér eru myndir frá útskriftinni...


15.06.2018   Skemmtilegir vordagar

Í lok skólaársins voru skipulagðir vordagar þar sem hefðbundin kennsla var látin víkja fyrir ýmisskonar útiveru. Farið var í vorferðalög, í stuttar vettvangsferðir og í ýmsa leiki á skólalóðinni. Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilegu dögum...


01.06.2018   Útskrift, skólaslit og vorhátíđ

Mánudagur 4. júní kl. 17:30 Útskrift 10. bekkja. 
Ţriđjudagur 5. júní kl. 13:45 Nemendur mćta í bekkjarstofu
kl. 14:00 -14:30 Skólaslit í íţróttahúsinu. Dćgradvöl opin fram ađ skólaslitum. Eftir skólaslit hefst vorhátíđ. 
kl. 14:30-17:00 Vorhátíđ Foreldrafélags Lindaskóla.


30.05.2018   ,,Hreyfismiđja“ Maríu  hlaut Kópinn

Ţann 17. maí veitti menntaráđ Kópavogsbćjar viđurkenningar fyrir verkefni sem stuđla ađ nýbreytni og framţróun innan skólanna í Kópavogi. Tvö verkefni frá Lindaskóla fengu viđurkenningar.

María Málfríđur Guđnadóttir  íţróttakennari í Lindaskóla hlaut Kópinn ţetta voriđ fyrir verkefniđ sitt ,,Hreyfismiđja“. Í hreyfismiđjunni er unniđ markvisst međ nemendur í 1. bekk einu sinni í viku. Unniđ er međ jafnvćgi, gróf- og fínhreyfingar, hreyfivitund, tónlist og takt. Einnig er nemendum kennd slökun og ţeir lćra ađ nudda međ nuddboltum.

Verkefniđ ,,Syngjandi skóli“ í Lindaskóla fékk einnig viđurkenningu. Jóhanna Halldórsdóttir og kórstjórnandi er höfundur verkefnisins. Verkefniđ felst í öflugu kórastarfi en tveir kórar eru starfandi í skólanum og taka ţátt í verkefninu. Tilgangurinn er ađ efla sönggleđi og söngstarf í skólanum. Kórarnir eru virkir í skólastarfinu og koma reglulega fram innan og utan skólans.

Hér má sjá myndir frá verđlaunaafhendingunni og ţar sem María kynnir verkefni sitt. Innilegar hamingjuóskir María, Jóhanna og ​ Lindaskóli :-) 


30.05.2018   Demantabćr – dćgradvöl Lindaskóla

Í Demantabć er alltaf líf og fjör og nóg um ađ vera. Veturinn hefur veriđ líflegur og margt skemmtilegt veriđ brasađ. Börnin hafa sótt smíđi, textílmennt, matreiđslu, Ipad tíma, föndrađ heilu meistaraverkin, fariđ í sögustund á bókasafninu, brasađ ýmislegt utandyra og sótt íţróttahúsiđ mjög reglulega ţar sem skipulagđir leikir hafa veriđ í bland viđ frjálst. Viđ höfum fariđ í keilu innandyra í Demantabć, spilađ borđtennis, hannađ armbönd, dansađ, máluđum piparkökur fyrir jólin, fariđ í spurningakeppni, spilađ bingó og fariđ í risa feluleik svo eitthvađ sé upptaliđ.

Inn á milli hafa veriđ óvenjulegir dagar ţar sem bođiđ var upp á popp og innanhússbíó  og fyrir stuttu var slegiđ upp pizzuveislu í Demantabć. Stutt er síđan ísferđ var farin í Vesturbćjarís og á föstudaginn síđasta grilluđum viđ í sólinni og fórum í leiki.

Alltaf líf og fjör í Demantabć, skráning stendur yfir fyrir nćsta vetur. :)


30.05.2018   Nemendur 4. bekkja á Reykjanesi

Föstudaginn 25. maí fór 4. bekkur í vorferđina sína. Ađ ţessu sinni var haldiđ í Ţekkingarsetriđ í Sandgerđi og í fjöruna í Garđinum á Reykjanesi. Krakkarnir byrjuđu á ţví ađ fara í fjöruna og finna ýmsar sjávarlífverur. Eftir ţađ var haldiđ í Ţekkingarsetriđ í Sandgerđi ţar sem krakkarnir fóru í ratleik um safniđ og fengu ađ skođa lífverurnar í smásjá. Ţetta var skemmtileg ferđ, endilega lítiđ á myndir úr ferđinni. Hér eru myndir frá ferðinni...


30.05.2018   Nemendur 5. bekkja í Guđmundarlundi

Vorferđ 5. bekkjar var 25. maí og fóru nemendur í Guđmundarlund ađ gróđursetja tré. Eftir gróđursetninguna nutu nemendur veđurblíđunnar í Guđmundarlundi, fóru í leiki og borđuđu nesti í fađmi náttúrunnar. Ađ lokinni ferđ löbbuđu nemendur til baka í skólann eftir skemmtilega og vel heppnađa ferđ. Hér eru myndir...


23.05.2018   Vorskipulag Lindaskóla

Nú styttist í skólalok þetta skólaárið. Námsmat er í gangi og framundan eru uppbrotsdagar. Það ríkir alltaf mikil eftirvænting hjá nemendum að fara í vorferðir og nemendur fara á ýmsa staði eftir aldri. Dæmi um viðkomustaði; Guðmundarlundur, Hraðastaðir í Mosfellsbæ, Húsdýragarðurinn, Þekkingasetrið í Sandgerði, Reykholt í Borgarfirði, Stokkseyri og Akranes.

Vordagar verða 31. maí-4. júní þar sem hefðbundin kennsla er látin víkja fyrir útiveru þar sem ýmislegt skemmtilegt er gert. Þessir daga fara nemendur fyrr heim á daginn.
Útskrift 10. bekkja verður mánudaginn 4. júní kl. 17:30.
Skólaslit Lindaskóla verða þriðjudaginn 5. júní kl. 14:00 og í framhaldinu verður vorhátíð foreldrafélagsins á lóð skólans. Sjá nánar vorskipulagið hér.


 

 

 


 

 

 

 


Lindaskóli
www.lindaskoli.is
Núpalind 7 - 201 Kópavogur - Sími: 441-3000