Text Box:  Lindaskóli er umhverfisvænn skóli sem stefnir ætíð að því að sýna umhverfinu fyllstu nærgætni og virðingu. Markmið Lindaskóla í umhverfismennt er að fræða nemendur um umhverfið og náttúruna og að kenna nemendum að skilja almenn náttúrulögmál. Í öllum árgöngum er markvisst unnið að því að fræða nemendur um þeirra nánasta umhverfi og um jörðina sem heild, mikilvægi vatns fyrir allt líf á jörðinni, tengsl manns og náttúru og um orkumál. Umhverfismennt er þverfagleg námsgrein sem fléttast m.a. saman við náttúrufræði, lífsleikni, samfélagsfræði og heimilisfræði, auk þess sem hún tengist íslensku, og stærðfræði með margvíslegum hætti. Í öllum árgöngum er auk þess farið í vettvangsferðir þar sem umhverfismennt fléttast inn í leik og starf.
Auk þess að leggja áherslu á umhverfismennt hefur Lindaskóli sett sér eftirfarandi vinnureglur varðandi nánasta umhverfi, endurvinnslu, flokkun, innkaup, vatns- og orkumál.
 
· Í Lindaskóla eru ekki seldir drykkir í einnota umbúðum.
· Í Lindaskóla er forðast að nota einnota umbúðir eins og kostur er.
· Í Lindaskóla eru endurvinnslugámar fyrir pappír í vinnurými kennara og í öllum kennslustofum.
· Í Lindaskóla er rafhlöðum og kertabútum skilað til endurvinnslu.
· Í Lindaskóla er allt timbur sem fellur til sent til endurvinnslu.
· Slökkt er á tækjum og tölvum yfir nótt og í fríum.
· Þegar dagsbirtu nýtur við eru ljós slökkt og gluggatjöld dregin frá. Ljós eru slökkt þegar rými eru ekki í notkun.
· Gluggatjöld eru dregin fyrir og hiti á ofnum lækkaður á nóttunni.
· Ofnar eru stilltir eftir hitanum úti.
· Nemendur og starfsfólk nýta sér eiginleika salerna með sparnaðarhnappi.
· Bílstjórar sem koma að skólanum eru hvattir til að drepa á bílnum meðan staldrað er við.
· Í Lindaskóla taka nemendur og starfsfólk þátt í að halda skólalóðinni hreinni og snyrtilegri.
· Nemendur Lindaskóla taka þátt í vorhreinsun Lindahverfis.
· Starfsfólk og nemendur Lindaskóla er(u) hvatt(ir) til að ganga til og frá skóla.
· Í Lindaskóla bera allir virðingu fyrir gróðri.