Skilmálar vegna afnota af spjaldtölvu

Vakin er athygli á því að ný uppfærsla af skilmálum um afnot af spjaldtölvum er komin út og má finna á vefsíðu verkefnisins og í Þjónustugátt Kópavogsbæjar. Þegar nemendur fá afhenta spjaldtölvu í fyrsta sinn eru foreldrar beðnir um að samþykkja skilmála vegna afnota af spjaldtölvu.

Grunnskóladeild endurskoðar skilmálana árlega í takt við þróun á skipulagi, uppfærslum og hugbúnaðaþróun. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér endurskoðaða skilmála á Þjónustugátt og fylla út eyðublað til samþykktar. Leiðin er: www.kopavogur.is  Þjónustugátt – Umsóknir – 02 Grunnskólamál – Spjaldtölvur, skilmálar vegna afnota.

Bergþóra Þórhallsdóttir verkefnisstjóri UT í skólastarfi.

Posted in Fréttaflokkur.