Lestrarloftið

Í Lindaskóla er áhersla lögð á lestur og að geta lesið sér til gagns og ánægju. Það er gott að geta gleymt sér við bóklestur í notalegu umhverfi. Borð og stólar eru heppileg vinnusvæði, en hugsanlega ekki beint notaleg. Í einni stofunni í skólanum er milliloft og kom upp sú hugmynd að þar væri tilvalið að útbúa notalega lestraraðstöðu. Þar er hægt að koma sér vel fyrir, jafnvel breiða yfir sig teppi, lesa í hljóði fyrir sjálfan sig eða ná sér í tuskudýr til að lesa fyrir. Hægt er að koma með bók af bókasafninu, en á loftinu eru líka bækur og blöð sem hægt er að glugga í ef viðkomandi þarf smá pásu frá daglegu amstri.

Posted in Fréttaflokkur.