Skólasetning

Nú haustar að og við vonum að sumarið hafi verið ykkur notalegt og gott.

Skólasetning Lindaskóla verður þriðjudaginn 24. ágúst. Vegna sóttvarnaráðstafana og fjöldatakmarkanna verður skólasetning án foreldra. Skólasetningin er í matsal skólans. Eftir skólasetninguna hitta nemendur umsjónarkennara sína.

Kl. 8:30 8. bekkur

Kl. 9:00 6.-7. bekkur

Kl. 9:30 9.-10. bekkur

Kl. 10:00 4.-5. bekkur

Kl. 10:30 2.-3. bekkur

Nemendur og foreldrar í 1. bekk verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara á skólasetningardaginn 24. ágúst.

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 25. ágúst.

Eins og fram hefur komið í fréttum er lögð áhersla á að skólar skipuleggi starf sitt án takmarkanna en þó þannig að ýtrustu sóttvarna og varkárni sé gætt. Foreldrar mega koma inn í skólann en skulu gæta vel að persónulegum sóttvörnum og bera andlitsgrímu. Við biðjum þó foreldra að takmarka heimsóknir í skólann fyrstu vikurnar. Eins metra fjarlægðarregla gildir milli fullorðinna en nemendur eru undanþegnir þeirri reglu. Við minnum foreldra á að senda börn sín ekki í skólann séu þau með einhver einkenni sem líkjast covid einkennum.

Við hlökkum til að hitta nemendur og vonumst til að skólastarfið verði farsælt og að fólkinu okkar líði vel í skólanum.

Með kærri kveðju.
Stjórnendur Lindaskóla

Posted in Fréttaflokkur.