Lindaskólaspretturinn – Börn styrkja börn

Mánudaginn 7. júní hlupu nemendur og kennarar „Lindaskólasprettinn“ í Lindaskóla í Kópavogi. Lindaskólaspretturinn er hlaupinn ár hvert og er áheitahlaup til styrktar góðu málefni hverju sinn. Nemendur hlaupa ákveðna leið í nærumhverfi skólans og er hringurinn sem þau hlaupa 1,25 km á lengd. Nemendur fá svo fjölskyldu og vini til að heita á sig 100 krónur fyrir hvern hring sem þau hlaupa. Þau þurfa að hlaupa lágmark 2 hringi og hámark 8 hringi. Í ár var ákveðið að láta ágóðann renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. María Guðnadóttir íþróttakennari í Lindaskóla afhenti Hörpu Halldórsdóttur fyrir hönd SKB 270. 000 krónur sem söfnuðust í hlaupinu. Veðurguðirnir voru með okkur í liði þennan dag og voru það glaðir nemendur sem fengu sér hressingu eftir afrek dagsins.

Posted in Fréttaflokkur.