Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin fimmtudaginn 25. febrúar.  Tíu nemendur kepptu um að verða fulltrúar skólans í Kópavogskeppninni, Bríet Eva, Dagmar Edda, Elísabet Bogey, Fjóla María, Guðrún, Gunnlaug Eva, Heiðar, Jóhann Einar, Jóhann Emil og Sigurlín. Dómarar voru Margrét Ármann, Nanna Þóra Jónsdóttir og Þóra Björg Stefánsdóttir, umsjón með keppninni í skólanum hefur Solveig H. Gísladóttir.   Tveir fulltrúar skólans voru valdir, þau Jóhann Einar Árnason og Sigurlín Viðarsdóttir og  einnig tveir varamenn. Dagmar Edda Guðnadóttir og Elísabet Bogey Gapunay.  Kópavogskeppnin  verður haldin fimmtudaginn 25. mars í Salnum klukkan 13. Hér eru myndir…

Posted in Fréttaflokkur.