4. LS hlaut gullskólinn í verkefninu ,,Göngum í skólann“

Lindaskóli tók þátt í verkefninu “Göngum í skólann” á landsvísu.

Það voru um 75 skólar sem tóku þátt alls staðar af landinu.

Verkefnið gekk vel og voru nemendur mjög áhugasamir um að hreyfa sig og styrkja líkama sinn og hugsa um umhverfið. Minni mengun.

Það var frekar góð þátttaka,  yfir 90% barnanna notuðu virkan ferðamáta þennan tíma. Vonandi halda þau áfram þessari góðu hreyfingu, þar sem þau eru að hugsa um líkama sinn og umhverfið.

1.-7. bekkur kepptu um gull- og silfurskóinn.

  1. bekkur sigraði annað árið í röð með 98,88% þátttöku og fékk í verðlaun nýjan fótbolta og körfubolta, ásamt því að geyma gullskóinn í 1 ár.
  2. bekkur varð í 2. sæti með 98% þátttöku. Þau fengu samskonar verðlaun, ásamt því að geyma silfurskólinn í 1 ár..

Takk kæru nemendur og foreldrar fyrir jákvæða þátttöku.

Í Lindaskóla eru hraustir og glaðir nemendur.

Áfram Lindaskóli

Posted in Fréttaflokkur.