Fyrstu dagar skólaársins

Skólasetning Lindaskóla fór fram þriðjudaginn 25. ágúst og kennsla hófst daginn eftir. Skólasetningin var að þessu sinni án foreldra vegna COVID – 19 og þeirra takmarkana sem gilda í samkomubanni. Í skólasetningarræðu skólastjóra kom fram að 462 nemendur byrja í skólanum þetta haustið og þar af 36 nemendur  í  1. bekk.

Fyrstu skóladagarnir hafa gengið vel og skólastarfið hefur verið hefðbundið gagnvart nemendum.   Fjarlægðaregla  sem er í gildi fyrir grunnskóla hefur áhrif á starfsmenn og aðkomu foreldra að skólanum. Foreldrar eru beðnir að koma ekki inn í skólann nema þeir eigi fyrirfram ákveðinn fund og þurfa að nota eigin grímu. Engir kynninga- og fræðslufundir verða og munu  umsjónarkennarar koma upplýsingum til foreldra rafrænt.

Posted in Fréttaflokkur.