Skólakynning fyrir nýja nemendur í 2. – 10. bekk

Átján nýir nemendur hefja skólagöngu í 2.-10. bekk í Lindaskóla í næstu viku. Föstudaginn  21. ágúst verður kynning á skólanum fyrir þessa nemendur.  Hún verður kl. 11:00 fyrir 2.-7. bekk og kl. 12:00 fyrir 8.-10. b.

Hilmar Björgvinsson deildarstjóri í 1.-4.b, Inga Birna Eiríksdóttir deildarstjóri 5.-7.b og Margrét Ármann deildarstjóri 8.-10.b munu taka á móti nemendum. Sagt verður frá skólanum og gengið um húsnæði hans. Litið verður inn í bekkjarstofur og heilsað upp á verðandi umsjónarkennara nemenda. Þeir nemendur sem hafa nú þegar komið að skoða skólann þurfa ekki að mæta á kynninguna.

Að þessu sinni verður kynningin aðeins fyrir nemendur án forráðamanna vegna COVID 19 og sóttvarnareglna. Við hlökkum til að hitta nemendur í miðrými skólans, 1. hæð. Gert er ráð fyrir að kynningin taki um 20-30 mínútur. Ef einhverjar spurningar vakna er forráðamönnum velkomið að hafa samband við deildarstjóra viðkomandi stigs.

Posted in Fréttaflokkur.