Skólakynningu frestað

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga hefur COVID – 19 smitum fjölgað á ný.  Um mánaðarmótin settu stjórnvöld á að nýju takmarkanir á samkomum og þá reglu að hafa a.m.k. tvo metra á milli fullorðinna einstaklinga. Síðasta sólarhringinn greindust 17 ný smit og hafa ekki verið fleiri í fjóra mánuði.

Í ljósi aðstæðna munu menntayfirvöld Kópavogs og skólastjórnendur funda næstkomandi mánudag til að ræða fyrirkomulag skólastarfs nú í skólabyrjun og heimsóknir foreldra og gesta inn í skólana.

Vegna stöðunnar hafa skólastjórnendur Lindaskóla í samráði við menntayfirvöld Kópavogsbæjar ákveðið að fresta fyrirhugaðri skólakynningu fyrir nemendur 1.bekkja og forráðamenn þeirra sem til stóð til að hafa mánudaginn 10. ágúst. Um leið og aðstæður leyfa verður boðað til kynningarinnar.

Næstkomandi mánudag hefst sumarfrístund fyrir verðandi nemendur 1. bekkjar.

 

 

 

 

                                                        

Posted in Fréttaflokkur.