Hjólað í skólann – nokkur atriði

Nú þegar sólin er farin að skína og hlýindi í lofti taka nemendur fram hjólin sín. Það er mjög jákvætt að hjóla í skólann en við minnum á hjálmanotkun og að nemendur læsi hjólunum sínum. Athugið að skólinn ber ekki neina ábyrgð á hjólum nemenda.

Það er ekki leyfilegt að hjóla á skólalóðinni á skólatíma og að gefnu tilefni biðjum við nemendur sem eiga rafknúna fararskjóta að fara sérstaklega varlega og fara eftir öllum reglum. Sömu reglur gilda um notkun rafhlaupahjóla og önnur hjól.

Sjá nánar reglur skólans um hjólanotkun.

 

Posted in Fréttaflokkur.