Vísubotnasamkeppni Menntamálastofnunar veturinn 2019-2020

Vísnasamkeppni grunnskóla landsins var haldin fyrr í vetur og líkt og undanfarin ár tók Lindaskóli þátt. Fjölmargir góðir botnar bárust og var hægara sagt en gert fyrir dómnefndina að velja vinningshafa.

Þrátt fyrir að hafa ekki verið í vinningssæti þetta árið áttum við í Lindaskóla botna sem þóttu með þeim bestu á unglingastigi og fengu höfundar þann heiður að fá þá birta á heimasíðu Menntamálastofnunar . Óskum við höfundum til hamingju með flottan kveðskap og birtum botnana hér:

Manna verk er mengun öll,
margt sem þarf að laga.
Vitum þetta vel flestöll,
viljum úr því draga.

Höfundar: Ásdís Eva, Ingibjörg og Rakel, 10. LA

Manna verk er mengun öll,
margt sem þarf að laga.
Örkum við á Austurvöll
alla föstudaga.

Höfundur: Katrín Einarsdóttir 10. LA

Manna verk er mengun öll,
margt sem þarf að laga.
Donald Trump í tómri höll,
Thunberg í bardaga.

Höfundur: Lena Mist, 10. SG

Posted in Fréttaflokkur.