Páskabingó og spurningarkeppni á netinu

Á síðasta degi fyrir kærkomið páskafrí brutum við í Lindaskóla daginn aðeins upp og skelltum í páskabingó með nemendum í 1. – 4. bekk. Í takt við tímann var þetta ,,fjarbingó“.  Útbúið var útsendingarstúdíó og bingódrætti streymt í gegnum fjarfundarforritið Meet frá Google. Stýrurnar Guðrún og Margrét skelltu sér í störf bingóstjóra og voru í beinni útsendingu inn í kennslustofurnar þar sem nemendur og kennarar fylgdust vel með.  Að sjálfsögðu voru páskaegg í vinning. Þetta gekk vonum framar og aldrei að vita nema að þetta verði endurtekið að ári. 

Nemendur á miðstigi og unglingastigi fóru í spurningakeppni á netinu í morgun og þrír efstu á hvoru stigi fengu páskaegg í vinning. Þátttakan var vonum framar og greinilegt að nemendur voru tilbúnir í smá tilbreytingu frá náminu.  

Við vonum að allir hafi skemmt sér vel og fari hressir og kátir inní páskafríið.

Gleðilega páska.

Posted in Fréttaflokkur.