Okkar Kópavogur – kosningum fer að ljúka

Okkar Kópavogur er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í bænum. 

Kosningum í verkefninu  lýkur á miðnætti þriðjudaginn 4. febrúar. Íbúar Kópavogs, 16 ára á árinu og eldri, geta kosið á milli 100 hugmynda, en 200 milljónum verður varið í að framkvæma verkefni árin 2020 og 2021.

Hér er kjörið tækifæri til að koma styðja við góðar hugmyndir og hafa áhrif á úthlutun fjármuna og umhverfi Kópavogs.

Allt um verkefnið, fyrri framkvæmdir og slóð inn á kosningasíðuna er að finna hér: www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Áfram Lindahverfi.

Posted in Fréttaflokkur.