Verkefnið Pláneta A

Það voru hressir krakkar úr 8. bekk sem fóru í heimsókn í Náttúrufræðistofu í Hamraborg í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áður höfðu allir nemendur 8. bekkjar útbúið veggspjöld, kröfuspjöld, póstkort og fleira í tengslum við verkefnið Pláneta A á vegum Náttúrufræðistofu og var öll sú vinna til sýnis á afmælisdaginn 20. nóvember. Krakkarnir voru sér, sínum og skólanum til mikils sóma.

Posted in Fréttaflokkur.