,,Íslenskan er við“- Heimsókn Króla í skólann

Heimsókn Króla í skólann okkar í morgun tókst vel. Hann var með tvo fyrirlestra, annars vegar fyrir 1. – 6. bekk og hins vegar fyrir 7. – 10. bekk. Flestir nemendur þekkja þennan þekkta söngvara og voru áhugasamir þegar hann ræddi við þá um íslenskuna á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Heimsóknin var eins og áður hefur komið fram tengd Degi íslenskrar tungu sem að þessu sinni kemur upp á laugardegi, á fæðingardegi skáldsins Jónasar Hallgrímssonar.

Posted in Fréttaflokkur.